Allt að komast í fast horf

Hæ hæ

Það er nú ekkert mikið að frétta núna maður er alltaf í sama farinu pínu að vinna og þjóna fjölskyldunni.
Við gátum ekki farið á Fiskidaginn á Dalvík Crying en fórum í Kotið okkar og Valur og fleiri voru að vinna við vatnslagnir og allt er að gerast þar Wink það var svakalega gott veður og við konurnar fórum að skoða berin (krækiber og pínu af bláberjum) og auðvita tíndum við helling. Smile 

Nú svo er það Risberjatrén í garðinum og berin farinn að roðna Smile þannig að  ég verð að fara fjárfesta í krukkum Grin  það er að segja ef ég verð dugleg að tína berin Wink.

Af drengjunum er allt gott að frétta og dansinn byrjaður, Gulli og hans dansdama (María) eru að vinna á fullu að koma sér saman sem danspar. Valur og Natalía er líka komin á fullt, svo ætla dansdeild ÍR að vera með sýningar atriði á Menningarnótt þ.e hjá Glitnir og það verður svakalega flott að sjá alla þessa krakka að dansa InLove
Þar með hvet ég alla sem geta að koma og sjá þessu glæsilegu dansara.

 Læt þetta nægja í bili Kissing  Góða nótt Birta

 

 

 

 

 

 

 


Ferðalög

Jæja gott fólkWink ég er nú ekki sú allra duglegasta að blogga núna.
Um verslunarmannahelgina fórum við stór fjölskyldan ásamt hundunum tveimur í Kotið okkar fyrir austan. Þetta var yndisleg helgi og veðrið lék við okkur það var heitt og vindur sem hefði mátt vera aðeins minni,Tounge  í Kotinu var saman komið fullt af vinum og ættingjum og allir þeir sem hafa áhuga á flugi og flugvélum. Þegar mest var um helgina þá fór fólksfjöldin í um.þ.b 300 manns Smile og allt fór þetta vel allir fundu eitthvað við sitt hæfi t.d útsýnisflug eða bara fá að setjast í járnfuglinn meðan hann stóð á jörðinni.
Nú um verslunarmannahelgina þá kom til okkar maður sem vildi endilega kaupa grillið okkar LoL sem var að sjálfsögðu nýtt gasgrill, og vitir menn við seldum grillið okkar með þeim skilmálum að hann fengi það afhent eftir helgina eða á mánudeginum. Nú erum við að ath með annað grill handa okkur til að hafa í kotinu okkar. Wink

Jæja ætlunin okkar var að fara á Dalvík Fiskidaginn mikla um þessa helgi sem er að koma en því miður þá er veðurspáin þannig að við treystum okkur ekki að draga hjólhýsið okkar norður uppá von og óvon á að koma því suður aftur Woundering En við gerum bara ráðstafanir fyrir næsta árið um fiskidagshelgina Wink.  Þá er bara spurning hvort við skreppum á gaypride daginn og sjáum hvernig þetta fer fram eða bara aftur í kotið okkarInLove
Jæja ég læt þetta duga í bili og læt heyra frá mér síðar.
Farið öll varlega hvar sem þið stígið eða keyrið góða nótt kveðja Birta.


Sólskýnsdagar

Það er nú meiri blíðan núna bara marga daga í röð Smile  það var alveg kominn tími á að við fengjum sumar LoL . Nú af okkur er allt gott að frétta og Gulli verður alltaf brúnni og brúnni með hverjum degi því hann er alltaf á sjónum Cool   þess á milli sem hann er ekki í skútusiglingum þá er hann að dansa.
Fjölskyldan brá sér úr borginni um síðustu helgi og fórum við í Fljótshlíðina og nutum þess að vera í sveitinni og auðvita var Spori með þar sem hann fékk að hlaupa um eins og hann vildi. Nú minn elskulegi eiginmaður fékk það versta ofnæmiskast sem hann hefur fengið, en hann er núna búin að fara til læknis og vonandi fengið bót meina sinna í einhvern tíma. Nú læt ég þetta gott heita í bili og kveð að sinni bæbæ Birta

Útkall Rauður

Hann Gulli okkar er búinn að vera sigla á skútum í Nauthólsvíkinni í sumar, núna í byrjun vikunnar fór hann á framhalds námskeið hjá Brókey.  Á þriðjudaginn 26. var hann að æfa sig og var víst búinn að hvolfa nokkuð oft og orðinn svolítið þreyttur greyið LoL á að snúa skútunni við og tók það svolítið lengri tíma í eitt skiptið, nema þá hefur einhver Kópavogsbúinn hringt í 112 og tilkynnt um skútu sem hvolfdi og barn í sjónum.  Fékk m.a. Hjálparsveitin hans Einars Þórs "Útkall Rauður" og var bátaflokkurinn  kallaður út. 

Ekki reyndist nein hætta á ferðum þar sem tveir kennarar fylgdu Gullus eftir á Zodiak slöngubát og voru honum til halds og traust. Smile

Kæru vinir hafið það gott í sólinni og njótið hennar í botn. Wizard


Afmælisdagurinn

Kæru vinir

Í dag er merkis dagur Wizard því ég á afmæli í dag  og er því orðin 40 ára, já árin er sko fljót að líða, ég gef mér smá tíma til að pikkar hérna inn nokkrar línur til ykkar, en var að enda við smá tiltekt eftir Partýið sem ég hélt fyrir fjölskylduna og vini, þetta er búið að vera yndislegt kvöld og gaman að hitta og vera með vinunum og auðvita fjölskyldunni líka. Ætla núna að fara sofa og Þakka öllum fyrir daginn í dag
Kæru vinir takk fyrir mig

 


Til hamingju með daginn og takk fyrir okkur.

Það er ótrúlegt hvað Hringskonur eru búnar að vera öflugur stuðningsaðili við Barnaspítala Hringsins.  Þessar konur eiga heiður skilið fyrir sitt frábæra framlag til spítalans og væri nú gaman að sjá hve mikið þær hafa styrkt spítalann í gegnum árin. Smile Við hjónin eignuðumst tvíbura árið 1995 og var annar þeirra með alvarlegan hjartagalla og þurfti að dvelja langdvölum á Barnaspítalanum bæði árs afmæli þeirra og tveggja ára afmælið var haldið á Barnaspítalanum. Okkur fjölskyldu Vals Pálma og Vali Pálma sjálfum langar að óska öllu því góða starfsfólki Barnaspítala Hringsins innilega til hamingju með daginn og þakka því fyrir frábæra aðstoð í gegnum árin.   

Með afmæliskveðju

Heiða, Valur, Valur Pálmi, Guðlaugur og Einar Þór.


mbl.is Barnaspítali Hringsins fær 50 milljón króna afmælisgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíðardagurinn nálgast

Kæru vinir

Það er búið að vera mikið að gera hjá mér núna undanfarna daga en í dag notaði ég tíman til að skoða í búðir og versla fyrir veisluna sem ég ætla að halda um næstu helgi. Wizard
Af honum Gulla mínu er allt gott að frétta Wink hann er alltaf í Nauthólsvíkinni að sigla og ég er farin að halda að það sé farið að vaxa uggar á honum LoL
Þá er það hann Valur Pálmi hann og dansdaman hans ætla að dansa á 17 júní í bænum nánar tiltekið á Ingólfstorgi kl 16:00 að mig minnir en þá er dansdeild ÍR með danssýningu þar.

Hann Einar minn er líka á fullu þ.e að sinna viðhaldinu Wink en það er bíllinn hansInLove og svo er hann á fullu í Hjálparsveitinni. 
Minn Elskulegi eiginmaður hann tók sig til í gær og tók grillið þreif það og bónaði þannig að það er eins og nýtt Kissing  það er sko munur að sjá grillið.
Jæja í fyrramálið ætlum við að fara kaupa sumarblómin og setja þau í kerin sem við eigum og reyna gera svolítið huggulegt hjá okkur Whistling   
Ég ætla að láta þetta gott heita í kvöld

(Hafið trú á sjálfum þér því ef þú gerir það ekki þá gerir það enginn)

Góða nótt
Birta


Margt búið að gerast

Halló allir Smile

Loksins er ég komin aftur eftir smá pásu í bloggfærslum Woundering En af mér og minni fjölskyldu er allt gott að frétta. Um síðustu helgi þ.e laugard 9 júní þá var okkur boðið í útskriftarveislu hjá Lindu systir og hennar fjölskyldu en hún Linda var að útskrifast sem Geislafræðingur úr Háskóla Íslands þetta er frábær árangur hjá henni og líka að hún er búin að fá vinnu við fagið sitt í sumar og óskum við henni til hamingju með það InLove Nú ekki er allt búið því  eftir þessa glæsilegu veislu fórum við fjölskyldan í Hjólhýsið okkar sem er í sveitinni okkar og gistum eina nótt Tounge þetta var bara æði og svo afslappandi að vera í kyrrðinni (sveitasælunni). Á sunnud um kaffileytið var okkur boðið í afmæliskaffi hjá henni Siggu dóttir Þuru vinkonu en Sigga var 10 ára.
Núna síðustu daga erum við búinn að vera gera garðinn okkar fínann Wink svona fyrir 17. Júní Grin en við eigum ennþá eftir að kaupa okkur sumarblóm og kannski bætist í álfa hópinn hjá okkur líka.. hver veit. Whistling

Af strákunum er allt gott að frétta skólinn búinn og allir komu þeir vel undan vetri.LoL Sumarnámskeiðin er á fullu þessa daganna,  Hann Valur Pálmi valdi  Hestana fór á reiðnámskeið þar sem hann var í fyrrasumar, sem sagt á  framhaldsnámskeið 1, ásamt því að vera í danstímum. Nú Hann Gulli valdi sér siglingarnámskeið, hann var á námskeiði í Siglunesi í fyrra og skráði sig sem klúbbmeðlimur þar í sumar og þá getur hann farið að sigla þegar hann vill, en þetta námskeið sem Gulli fer á er eitthvað um öryggi og skútusiglingar Blush en ég verð að viðurkenna það að ég er ekki alveg inni í þessum málum með siglinga?......Blush ásamt því að vera í danstímum. En vitið þið hvað?......Wink hann Gulli er loksins búinn að gera upp hug sinn hvað varðar dansdömu..... og hann valdi að dansa við stelpu sem heitir María,
hún er árinu yngir en hann Gulli og vona ég að þeim eigi eftir að ganga vel í dansinum, til hamingju Gulli minn með nýju dansdömuna þína InLove  Sem sagt allt að gerast.
Svo svona í lokinn þá kláraði ég að rýja hundinn en fyrir ykkur sem ekki vitið þá eigum við Poodle hund sem heitir Spor, jú og svo er hann Vaskur líka en hann er orðin 8 ára og er hreinræktaður Labrador.

Jæja elskurnar mínar læt þetta gott heita 
Og minni ykkur á að fara varlega í umferðinni því hætturnar leynast allstaðar Kissing 
kveðja frá Birtu

 


Afslöppunar helgi

Jæja gott fólk þetta var bara góð afslöppunarhelgi hjá okkur. Við fórum á föstudagskvöldið austur í Fljótshlíð með nýja hjólhýsið okkar og fundum okkur stæði til að hafa hjólhýsið á því það á að vera þar meira og minna í sumar Wink Við áttum notalega stund um helgina í faðmi fjölskyldunnar ásamt heimilishundunum Vask og Spora en þeir fengu sko að hlaupa ótakmarkað og Vaskur var duglegur að fara í árnar og synda Tounge eða bara bleyta í sér. Nú svo var það hann Krummi sem var í því að stela eggjunum úr hreiðrunum hjá litlu fuglunum Angry Þá kom Valur Pálmi með þessa snildar setningu mamma eigum við ekki bara setja hænuegg út svo hann Krummi geti bara borðað þau og þá hættir hann að stela frá litlu fuglunum. Wink Nú svo var það skemmtilegast hjá Gulla og Val að fá að keyra sexhjólið hans afa í sveitinni og voru í því að hjálpa við að merkja lóðina og skoða gróðurinn. Þetta var yndisleg helgi InLove.

Læt þetta nægja í bili bið að heilsa öllum sem ég þekki, verið góð við hvort annað.
bless þangað til næst kv Birta.


Föstudagur fyrir Hvítasunnu hvernig er þetta hægt ?

Mig langar að deila með ykkur hneykslun minni á heilbrigðiskerfi landsins, þannig er að ég var stödd á læknastöð í Reykjavík í dag nema inn kemur mjög fullorðin koma og gengur beint að afgreiðsluborðinu og sagðist vera sækja lyfseðil frá lækni sínum sem er ekkert athugavert nema það að hún er rukkuð um 500 krónur fyrir blaðið (lyfseðilinn) og konu greyið spyr hvort það sé ekki eldriborgara afsláttur á þessu..Blush.. Svarið frá konunni í afgreiðslunni var að það væri enginn afsláttur að lyfseðlum. Mér er bara spurt hvort það sé ekki nóg að þurfa að borga lyfin sem í dag kosta mikla peninga heldu þarf líka að borga fyrir lyfseðilinn.... ÞETTA FER AÐ VERÐA ÞANNIG, að þeir sem þurfa lyf hringja bara í læknirinn og biðja hann að senda það í apótekið LoL og þá er ekkert lyfseðilsgjald.Joyful

 

Jæja gott fólk loksins kem ég með einhverjar fréttir,
Dagurinn í dag var nokkuð erilsamur við hjónin fórum með hann Val Pálma í sína reglubundnu læknisskoðun sem er á þriggja mánaðar fresti hjá Hróðmar hjartalækni og allt kom bara vel út þannig að við gengum út með bros á vör. Valur fékk svo að fara með Pabba sínum í vinnuna og hjálpa honum þar í smá stund, nú svo var farið með drengina á dansæfingu en þeir eru að æfa samkvæmisdansa hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur, Gulli er að leita sér að dansfélaga og er á fullu að prufa þær dömur sem hafa haft samband við okkur hann prufaði að dansa við eina dömu í dag en þetta er 4 daman sem hann er að prufa svo held ég að það sé ein eftir sem hann vill prufa dansa við en það er ekki fyrr en eftir helgina en þá fara hlutirnir væntanlega að skýrast með dansfélaga.
Nú hún Ólöf Rún sem er fyrrverandi dansdama hans Gulla er komin með dansherra sem okkur finnst frábært og óskum við henni velfarnaðar í dansinum og það allra besta er að hún fór ekki langt frá okkur þ.e hún fékk dansherra sem er í ÍR okkur finnst það frábært
jæja nú ætla ég að segja þetta gott í bili bloggumst síðar
kveðja frá Birtu InLove

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband