Færsluflokkur: Bloggar

Hundasýning hjá HRFÍ

Jæja nú erum við komin með smá fréttir af okkur.
Gulli okkar en nú í Vatnaskógi en hann fór þangað þann 25. Júní hann fór með vinisínum honum Oliver. Það hlýtur að vera svakalega gaman þar. Allavega er ekki annað að sjá á myndunum frá Kfum.is. Og þá líður mömmu miklu betur í hjartanu sínuWhistling

Hann Valur Pálmi fór með hana Oxu okkar (Bláklukkublíð) á sýninguna kl 11 í morgun, hann  var svolítið stressaður strákurinnWink sem er eðlilegt þegar maður hefur ekki gert þetta áður, mér fannst Valur standa sig vel með hana Oxu okkar.
Oxa fékk  í einkunn: 1. Sætið Rauður borði (Excellent/ Very good) og 2. sæti Blár borði (Good).
Valur Pálmi þetta var frábært hjá þér Smile. Æfingin skapar meistarann.
Svo er næsta sýning í endan september n.k. Auðvita tökum við þátt í henni.LoL

 Jæja kveð að sinni bæbæ.



Lífið er breytingum háð

Nú er svo komið að drengirnir okkar hjóna  Gulli og Valur eru búnir að æfa dans hjá dansdeild ÍR í 10Ár sem er svakalega gott og þessi tími er búinn að vera æðislega skemmtilegu, við höfum átt margar góðar stundir saman með kennurum, krökkunum og foreldrum þeirra, og ekki má gleyma vorferðunum sem eru alltaf skemmtilegar LoL líka eru það keppnisferðirnar utanlands sem eru alltaf skemmtilegar Wink. Nú eru það breytingarnar hjá drengjunum sem eru á þann veg að þeir ætla að skipta um dansskóla og sjá hvað er verið að gera þarCool. Ég sem foreldri styð þá í þeirri ákvörðun sem þeir taka og tel að þessi ákvörðun um að skipta um dansskóla sé bara af hinu góða fyrir þá.Halo
Þar sem hann Valur minn er ennþá dömulaus þá vona ég að það fari eitthvað að gerast hjá honum í þeim málum.
Nú vil ég bara senda ÍR-ingum góðar kveðjur þó aðallega dansdeildinni og þeim á skrifstofunni
fyrir frábært samstarf í 10 ár. Hjartað okkar slær í ÍR og mun alltaf gera.

Bestu kveðjur frá mér BirtaWhistling


Eurovision

Íslenska Eurovisionlagið This is your Life endaði í 14. sæti í Belgrad í kvöld. Rússar sigu síðan á lokasprettinum og unnu nokkuð örugglega og fengu 272 stig. Rússneski söngvarinn Dima Bilan söng lagið Believe. Ég verð að viðurkenna að þetta var og er mjög gott lag hjá þeim RússumWink og ekki skemmdi fyrir að þeir sungu á ensku Whistling.  Einnig fannst mér lagið frá Greece (Grikkland) og Úkraínu mjög flott lög og áttu þau svo sannarlega skilið þessi sæti Smile.
Ég verð líka að viðurkenna það að ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með það að okkar góða lag This is your Life fékk ekki nógu mörg stig að mínu mati Errm 
Mér fannst líka að við Íslendingar vera allt of háfleyg hvað varðar eurovision því landinn tók því þannig að við bara myndum rúlla þessari keppni upp núna LOKSINS Woundering en munið þið þegar við fórum út með gleðibankann?... já þá var það svona ....´Nú vinnum við þetta´Sideways.
Þannig að það verður í Eurovision í Rússland 2009 Whistling Og mér er farið að hlakka til....

Eins og ég sagði í fyrra bloggi þá vorum við í stúdentaveislu og það var frábært stuð og ekki var verra að þar var skjávarpi og maður fílaði sig eins og í bíó þegar allir horfðu spenntir á eurovision og spennan í hópnum var frábær Whistling  þannig að allir skemmtu sér vel... gat ekki séð annað... meira að segja eru nokkrir að ennþá, þá meina ég í partýinu ....

Jæja nú kveð ég að sinni og flýti mér í draumaland, takk fyrir allt elskurnar mínar kv Birta 


Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli

Síðastliðna viku er búið að vera svokölluð flugvika,
Það lögðu margir leið sína á flugvöllinn til að skoða þessa flugfugla sem voru af allri stærðum og gerðum.Cool  T.d var skemmtiatriði sem var kvartmílukeppni við listflugvél af Pitts gerð við sportbíl sem er af gerðinni Ford GT Grin og það kýttlaði marga að sjá þetta snilldar atriðiWink.
Vonandi að þetta verði bara árlegur viðburður.

Nú er ég að fara í Stúdenta veislu þar sem hún Sandra Dögg var að útskrifast InLove Glæsilegt hjá henni.
læt þetta duga í bili . kveðja Birta  


mbl.is Sportbíllinn sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissuferðin

Í dag þ.e laugardagur 17. mai þá fórum við með dansdeild ÍR (meistara hópur) í óvissuferð. Leiðin lá austur á Stokkseyri og farið að bænum Tungu sem er ekki langt frá Stokkseyri. þar fórum við í fjárhúsin og skoðuðum lömbin, einnig voru tuddarnir skoðaðir ásamt því að krakkarnir fengu að kynnast traktornum (fengu að prufa) það fannst þeim æðislegt og brostu marga hringi.
Næst var haldið út í hlöðu og farið í ratleiki og fleira skemmtilegt, eftir það fór öll hersingin inn í að borða heimabakaðar pizzu sem voru geðveikislega góðarSmile nú foreldrum var boðið upp á kaffi og svo fengum við foreldrarnir líka að smakka pizzuna.
Krakkarnir skemmtu okkur og heimilisfólkinu með leiksýningu sem sló í gegn LoL svo var spilað á Gítar og sungið og allir skemmtu sér frábærlega.
Næst lá leiðin okkar inn á Stokkseyri í Draugasetrið Frown það var magnað að upplifa þetta en það voru sumir sem ekki treystu sér til að fara inn í draugahúsið. Errm En þeir sem ekki fóru núna fara bara næstCool.  þegar það var búið og allir hvítir í framan, þá var tími til að hressa sig við og borða nestið.
Síðan lá leiðin heim og allir glaðir... allavega við...

jæja ekki meira í bili. Góða nótt Birta


Pirrandi dagur

Flestur kannast við það þegar bíllinn bilarBlush maður verður ósjálfrátt pirruð og hálf bitur þegar bíllinn klikkar. en Mussan mín ákvað í dag svona upp úr þurru að fara ekkert í gangFrown og ég föst í bænum eða þannig... hefði geta tekið strætóWoundering En mín hringdi bara í sinn elskulega eiginmann og auðvita kom hann konunni sinni til hjálpar..InLove
Jæja læt þetta duga í bili kv Birta


Gleðilegt sumar

Nú ætla ég að reyna að vera dugleg að blogga Smile ja ég veit að ég hef ekki verið sú duglegasta, en nú hefst bloggið.
Hann Gulli minn er nú komin með dansdömu og ætla þau að dansa saman eitthvað og athuga hvort þau passi saman Wink En hann Valur minn er en að leita sér að dansdömu og vonandi tekur það ekki allt sumarið.  
Nú svo er það ekki seinna vænna að fara íhuga fermingarundirbúninginn en það er nú bara tvöföld  ferming í Apríl 2009Grin Ég fór með drengina út í kirkju í kvöld og þar var verið að kynna hvernig kennslunni verði háttað á komandi skólaári 2008- 09. Svo finnst mér alveg frábært að heyra það að það á ekki að rukka sérstaklega fyrir fermingafræðsluna eða fyrir þetta eins og var gert hérna fyrir nokkrum árumWhistling  það er nóg að maður borgar þetta með sköttunum okkar. Svo er það líka að í þjóðfélagi eins og við búum í þá eiga allir að geta fermst óháð því hvort það séu til peningar á viðkomandi heimilum eða ekki. Mér líst svakalega vel á þessa þróun.
Jæja ég læt þetta duga í bili og það verður eitthvað meira á morgunn.
Góða nótt Birta


Tíma mót hjá fjölskyldunni

Jæja nú er ég loksins komin aftur við skriftir og nú hef ég fullt af fréttum að færa ykkur,

Um helgina eða 20 janúar þá voru Gulli og Valur að keppa í samkvæmisdönsum og það má nú segja að þessi dagur hafi ekki verið þeirra dagur hvað varðar keppni. Crying  En það er bara gera betur næst sem verður 9 og 10 janúar n.k. Þá er keppni í 5 og 5 dönsum með frjálsri aðferð.

Hann Vaskur okkar er búinn að vera veikur Frown  já svo veikur að maður finnur til með honum, við fórum með hann á Dýraspítalan og þar var hann skoðaður mjög vel, gefnar sprautur og svo var ákveðið að hann færi í röntgen mynd, sem var framkvæmd í dag. þegar ég sótti hann Vask okkar þá var mér sagt að hann væri mjög slæmur af mjaðmalosi sem er sérstaklega slæmt hægramegin og svo er vinstri hliðin að fara í sama horfið Crying einnig eru fram olnbogar orðnir ansi lúnir. Dýralæknirinn tjáði mér að það væri til fóður og sérstakt vítamín sem inniheldur olíur sem smyr liðina og gæti létt honum lífið og sársauka ásamt því að fá verkjatöflur eftir þörfum, en tjáði mér jafnframt að fara huga að því að hann fá svefni langa því þetta er mjög slæmt hjá honum Vaski okkar.
Vaskur er fæddur 6. Mars 1999 hann kom til okkar 13. Mars 2001 og er Vaskur búin að gefa okkur frábær og skemmtileg tæp 7 ár. Nú er bara að láta krakkana vita aðstæður og gera þeim grein fyrir alvarleika heilsubrest hjá heimilishundinum Vaski, og undirbúa okkur öllu fyrir þann dag sem Vaskur fær að hitta englana Halo.
Jæja ég læt þetta nægja í bili og leyfi ykkur að fylgjast með gangi mála
kveðja Birta.


GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2008

Ég vil óska öllum gleðilegs árs og takk fyrir það gamla.

jáhá þá er að æfa sig í að skrifa 08 í stað 07 Wink maður á eflaust eftir að ruglast nokkrum sinnum. Þetta kvöld gamlárskvöld hefur verið mjög gott þrátt fyrir smá breytingar, við fengum þennan ljúffengan kalkún að borða með öllu tilheyrandi meðlæti Smile Við horfðum á skaupið sem mér fanst nú lítið varið í Blush eftir það fóru krakkarnir að missa þolinmæðina og vildu fara út að prufa sprengja sem við gerðum.... og þvílíkur hávaði W00t. Við fórum okkar hefðbundna ferð út á shell til að sjá yfir borgina þegar landinn sprengir gamla árið... og vitir menn við fórum á bílnum því það var ekki veður til að fara þetta labbandi eins og við höfum gert síðustu árinWhistling en við stoppuðum stutt og það var ótrúlegt að sjá hvað landinn var duglegur að sprengja og ekkert smá sprengjur. Nú ætla ég að fara koma mér í rúmið og kíkja í draumalandið Kissing. kveðja Birta.


Þakka gamla árið

Jæja bloggarar þá er best að standa sig og blogga aðeins þessa síðustu klst sem eftir eru af árinu 2007.

Á þessum degi ríkir gífurleg spenna hjá yngri kynslóðinni á þessu heimili og aðal umræðan eru sprengjur og svoleiðis rakettur og svo er pabbinn á heimilinu ekki baranna besturGrin  hann veður svona litill strákur í sér, en það besta er að strákunum finnst þetta ekki leiðinlegt Tounge
Mér finnst sjálfri alveg ágætt að fá STÓRT STJÖRNULJÓS InLove*
Nú ég fór í smá aðgerð í morgun og þar var verið að taka fitukirtla úr hausnum á mér... ojoj ojj Blush en nú er bara að breyta um hárgreiðslu og vera svakalega fín í kvöld og passa að taka verkjalyf svo maður geti verið brosandi í kvöld og tekið þátt í skemmtuninni.Smile  Af hundunum þ.e. Vaski og Spora er allt gott að frétta og taka þessum sprengilátum með jafnaða geði eins og alltaf Wizard.
Ég ætla að kveðja í bili og óska ykkur öllum árs og friðar, farið varlega með skotelda og öllu því sem fylgir. kveðja Birta


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband