10.5.2007 | 20:31
Öðruvísi dagur
Á meðan gróðurinn er að vakna úr vetradvalanum og bros færist yfir andlit landans þá er það svo yndislegt að sjá hvað allt fólk er miklu léttara í lundafari. Maður tekur eftir því að fólkið er farið að huga að fellhýsum, húsbílum og hjólhýsum þ.e.a.s taka úr geymslu og viðra gripina. Það er nú ekki langt í fyrstu ferðahelgina hjá landanum þ.e Hvítasunnuna sem er í endan mai.
Út í annað málefni Hann Gulli minn er að leita sér að dansdömu eftir 6. ára danssamband hjá honum Gulla mínum og dansdömu hans Ólöfu Rún, en þau dönsuðu í flokki unglingar IK í síðustu keppni Og nú er bara komin sá tími sem þau bæði eru farin að þrá breytingu og ákváðu að taka þessa ákvörðun að hætta dansa saman en allt í góðu milli þeirra og þau eru góðir vinir sem er jú mikilvægast í þessu öllu saman. Og við höldum leitinni að góðri dansdömu fyrir hann Gulla áfram Ef þið vitið um góða dansdömu handa Gulla þá er hann ca 155 cm.
Minn elskulegi eiginmaður liggur nú í flensu og við sem héldum að við værum sloppin við þessa pestir, en það er greynilega ekki og Valur minn verður MJÖG sjaldan veikur. Nú er komið að mér að hjúkra honum en hann ekki mér Jæja ég ætla ekki að hafa þessa færslu lengri í dag, ég bið ykkur að fara varlega og verið góð við hvort annað því lífið er dýrmætt.
Athugasemdir
Það eru allir íslendingar, alla vega þeir sem eru á landinu, að blogga þessa dagana - gaman að sjá og heyra af ykkur. Vonandi hressist eiginmaðurinn fyrir Ítalíuferðina, Gulli hlýtur að finna einhverja fína dömu að dansa við, bið að heilsa honum og bróður hans, jú og að sjálfssögðu Vali sjúklingi.
Marta (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.