Ítalía

Jæja kæru vinir nú erum við hjónin komin heim frá Ítalíu
Ég ætla að deila með ykkur hvernig ég upplifði Ítalíu, þannig var að við flugum héðan fá Keflavík og til Flórens (Pisa), gist var í Lucca sem er lítill bær í Flórens. Bara í Lucca búa 85.000 manns og kallast þetta bara lítill bær. Ítalía kom mér verulega á óvart hvað þetta er frábært land og öll þessi kaffihúsa menning sem er frábær og sé talað um minjasögu Ítalíu sem er svo löng að þegar ítalar voru að byggja sínar kirkjur þá voru við íslendingar en að berjast í hellum sem er alveg ótrúlegt að hugsa hversu unga minjasögu við eigum.
Í Písa skoðuðum við skakka-turninn en ég hvet alla sem eru á þessum slóðum að gera sér ferð að skoða skakka-turninn þetta er alveg frábær staður og bærinn sjálfur líka.
Nú það sem við gerðum skoðuðum annað Ítalíu var að við fórum á vínbúgarð í Flórens en hann er í eigu MaleNchiniættarinnar og er búinn að vera í þeirra eigu síðan 1836 þeir rækta vínber á 70 hektara landsvæði sem þau nota til víngerðar þ.e. Rauðvín, hvítvín og rósavín, einnig eru þau með Olivurræktun. Ítölsk menning er afslöppuð og notaleg fyrir fólk sem vill fara í frí í fallegu landi með margra ára listasögu. Nú svo keyrðum við líka helling m.a.frá Flórens (Toscana) við keyrðum yfir fjallgarð sem heitir Appennínafjöll til Bologna og svo þaðan til verona þar sem við tókum flug heim til Íslands sem tók á móti okkur með snjókomu Crying við sem voru í 20-29 stiga hita.
Ég ætla að láta þetta duga í bili en er ákveðin að fara aftur til Ítalíu. 

Kveðja frá Birtu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ og takk fyrir skemmtilega samveru á Ítalíu.

Helga og Steini

Þuríður Helga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband