29.5.2007 | 09:27
Afslöppunar helgi
Jæja gott fólk þetta var bara góð afslöppunarhelgi hjá okkur. Við fórum á föstudagskvöldið austur í Fljótshlíð með nýja hjólhýsið okkar og fundum okkur stæði til að hafa hjólhýsið á því það á að vera þar meira og minna í sumar Við áttum notalega stund um helgina í faðmi fjölskyldunnar ásamt heimilishundunum Vask og Spora en þeir fengu sko að hlaupa ótakmarkað og Vaskur var duglegur að fara í árnar og synda eða bara bleyta í sér. Nú svo var það hann Krummi sem var í því að stela eggjunum úr hreiðrunum hjá litlu fuglunum Þá kom Valur Pálmi með þessa snildar setningu mamma eigum við ekki bara setja hænuegg út svo hann Krummi geti bara borðað þau og þá hættir hann að stela frá litlu fuglunum. Nú svo var það skemmtilegast hjá Gulla og Val að fá að keyra sexhjólið hans afa í sveitinni og voru í því að hjálpa við að merkja lóðina og skoða gróðurinn. Þetta var yndisleg helgi .
Læt þetta nægja í bili bið að heilsa öllum sem ég þekki, verið góð við hvort annað.
bless þangað til næst kv Birta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.