Tíma mót hjá fjölskyldunni

Jæja nú er ég loksins komin aftur við skriftir og nú hef ég fullt af fréttum að færa ykkur,

Um helgina eða 20 janúar þá voru Gulli og Valur að keppa í samkvæmisdönsum og það má nú segja að þessi dagur hafi ekki verið þeirra dagur hvað varðar keppni. Crying  En það er bara gera betur næst sem verður 9 og 10 janúar n.k. Þá er keppni í 5 og 5 dönsum með frjálsri aðferð.

Hann Vaskur okkar er búinn að vera veikur Frown  já svo veikur að maður finnur til með honum, við fórum með hann á Dýraspítalan og þar var hann skoðaður mjög vel, gefnar sprautur og svo var ákveðið að hann færi í röntgen mynd, sem var framkvæmd í dag. þegar ég sótti hann Vask okkar þá var mér sagt að hann væri mjög slæmur af mjaðmalosi sem er sérstaklega slæmt hægramegin og svo er vinstri hliðin að fara í sama horfið Crying einnig eru fram olnbogar orðnir ansi lúnir. Dýralæknirinn tjáði mér að það væri til fóður og sérstakt vítamín sem inniheldur olíur sem smyr liðina og gæti létt honum lífið og sársauka ásamt því að fá verkjatöflur eftir þörfum, en tjáði mér jafnframt að fara huga að því að hann fá svefni langa því þetta er mjög slæmt hjá honum Vaski okkar.
Vaskur er fæddur 6. Mars 1999 hann kom til okkar 13. Mars 2001 og er Vaskur búin að gefa okkur frábær og skemmtileg tæp 7 ár. Nú er bara að láta krakkana vita aðstæður og gera þeim grein fyrir alvarleika heilsubrest hjá heimilishundinum Vaski, og undirbúa okkur öllu fyrir þann dag sem Vaskur fær að hitta englana Halo.
Jæja ég læt þetta nægja í bili og leyfi ykkur að fylgjast með gangi mála
kveðja Birta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ Heiða mín

Hef ekki kíkt inn hér lengi. En leiðinlegt að heyra með hann Vask :((((  En það er nú alltaf svo að þegar maður á dýr verður maður alltaf að hugsa hvað er þeim fyrir bestu. Þó svo að það henti okkur ekki það skiptið. En þetta er ábyrgð sem við tökum á okkur þegar við tökum dýrið að okkur.     Við þurftum nú í ágúst að fella einn hestinn okkar. Hann var okkur fæddur og einn besti hestur sem hægt var að treysta hverjum sem er fyrir. Hann sá alltaf um að koma öllum heilu og höldnu á leiðarenda. En núna þar sem hann var svo þjáður af hrossasótt þurfti ég að taka þá ákvörðun um að koma honum heilu og höldnu á leiðarenda og þakka honum fyrir öll 18 árin sem hann gaf okkur.  Þarna fór Höfðingi sem ekki allir tóku eftir en var sá traustasti í hópnum. Þakkar maður honum fyrir allt sem hann hefur kennt okkur og okkar börnum, sem og þeim sem aldrei þorðu á hestbak en gátu það á honum.

Silla (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband