6.6.2008 | 16:55
Lífið er breytingum háð
Nú er svo komið að drengirnir okkar hjóna Gulli og Valur eru búnir að æfa dans hjá dansdeild ÍR í 10Ár sem er svakalega gott og þessi tími er búinn að vera æðislega skemmtilegu, við höfum átt margar góðar stundir saman með kennurum, krökkunum og foreldrum þeirra, og ekki má gleyma vorferðunum sem eru alltaf skemmtilegar líka eru það keppnisferðirnar utanlands sem eru alltaf skemmtilegar . Nú eru það breytingarnar hjá drengjunum sem eru á þann veg að þeir ætla að skipta um dansskóla og sjá hvað er verið að gera þar. Ég sem foreldri styð þá í þeirri ákvörðun sem þeir taka og tel að þessi ákvörðun um að skipta um dansskóla sé bara af hinu góða fyrir þá.
Þar sem hann Valur minn er ennþá dömulaus þá vona ég að það fari eitthvað að gerast hjá honum í þeim málum.
Nú vil ég bara senda ÍR-ingum góðar kveðjur þó aðallega dansdeildinni og þeim á skrifstofunni
fyrir frábært samstarf í 10 ár. Hjartað okkar slær í ÍR og mun alltaf gera.
Bestu kveðjur frá mér Birta
Athugasemdir
Það eru spennandi tímar framundan hjá strákunum þínum Heiða mín.....ég skal hafa augu og eyru opin áfram varðandi dansdömu fyrir Val Pálma.
Love...tóta litla lipurtá
Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.