Sunnudagurinn eftir kosningar

Jæja eru þið ánægð með úrslit kosninganna?  Nú eru allir að tala við alla og jú Framsóknarflokkurinn sem skyldi umhverfisráðherra og formanninn eftir út af þingi þykist geta farið aftur í ríkisstjórn. Smile  Spurningin er hver var fallegasta konan á ballinu, var það Ingibjörg Sólrún eða Þorgerður Katrín?  Og svo er stóra spurningin, hvað á að gera við þessa útstrikunar gaura Árna Johnsen og Björn Bjarnason ef satt er að 20% og 30% kjósenda hafi strikað yfir nöfn þeirra, eiga þeir þá ekki bara að sitja heima, Björn að fara skrifa eitthvað í sveitinni sinni og Árni að semja meira?? Segjum þetta gott um pólitík núna,

Vitið þið hvað?  Í kvöld þegar hann Valur minn var að sækja símann fyrir mig inn í eldhús var honum starsýnt út um eldhúsgluggann, en þar eru við með útisnúrur til að hengja út þvottinn, þar var kona að taka fötin af snúrunni og setja í poka Angry sá ég svo bara undir iljarnar á honum Vali mínum út í garð og hundarnir á eftir, hlupu þeir konuna uppi og náðum henni og fötunum sem voru á snúrunni, kom svo í ljós að þessi kona var íbúi að sambýli hérna í hverfinu er heyrnalaus og með einhver þroskafrávik sem ég kann ekki skil á....En síðan kom kona sem var með viðkomandi og skýrði út fyrir okkur og þakkaði okkur fyrir að bregðast svona vel við þessu þ,e. Það var ekki annað hægt vegna þess að gerandinn var ekki með þroska til að takast á við gjörðir sínar og svo setti maður sig í spor fylgdarmannsins HVAÐ MYNDI ÉG GERA  ? En allt fór vel að lokum.

kveð ég að sinni og bið ykkur að passa þvottinn sem er úti á snúru. Wink Góða nótt kv Birta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Heiða mín, gott hjá þér að vera komin í blogg-flokkinn, vertu velkomin.  Er búin að bæta þér á bloggvinalistann minn   Já, heyrðu, best að fylgjast vel með þvottinum sínum

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband