Ítalía

Jæja kæru vinir nú erum við hjónin komin heim frá Ítalíu
Ég ætla að deila með ykkur hvernig ég upplifði Ítalíu, þannig var að við flugum héðan fá Keflavík og til Flórens (Pisa), gist var í Lucca sem er lítill bær í Flórens. Bara í Lucca búa 85.000 manns og kallast þetta bara lítill bær. Ítalía kom mér verulega á óvart hvað þetta er frábært land og öll þessi kaffihúsa menning sem er frábær og sé talað um minjasögu Ítalíu sem er svo löng að þegar ítalar voru að byggja sínar kirkjur þá voru við íslendingar en að berjast í hellum sem er alveg ótrúlegt að hugsa hversu unga minjasögu við eigum.
Í Písa skoðuðum við skakka-turninn en ég hvet alla sem eru á þessum slóðum að gera sér ferð að skoða skakka-turninn þetta er alveg frábær staður og bærinn sjálfur líka.
Nú það sem við gerðum skoðuðum annað Ítalíu var að við fórum á vínbúgarð í Flórens en hann er í eigu MaleNchiniættarinnar og er búinn að vera í þeirra eigu síðan 1836 þeir rækta vínber á 70 hektara landsvæði sem þau nota til víngerðar þ.e. Rauðvín, hvítvín og rósavín, einnig eru þau með Olivurræktun. Ítölsk menning er afslöppuð og notaleg fyrir fólk sem vill fara í frí í fallegu landi með margra ára listasögu. Nú svo keyrðum við líka helling m.a.frá Flórens (Toscana) við keyrðum yfir fjallgarð sem heitir Appennínafjöll til Bologna og svo þaðan til verona þar sem við tókum flug heim til Íslands sem tók á móti okkur með snjókomu Crying við sem voru í 20-29 stiga hita.
Ég ætla að láta þetta duga í bili en er ákveðin að fara aftur til Ítalíu. 

Kveðja frá Birtu


Ferðalag

jæja þá styttist í þessa óvissuferð sem Gulli og Valur eru að fara í með dansdeildinni Smile Við hjónakornin skreppum í smá ferðalag líka Wink Ég fór með hann Spora (hundinn) til dýralæknis í dag því hann var orðin svo rauður í vinstra eyranu Crying Spori fékk lyf fyrir eyrnabólgunni og vonandi kemst allt í gott lag eftir þessa meðferð. Frúin er að fá einhverja flensu og það finnst mér ekkert sniðugt þar sem ég er á leiðinni í smá ferðalag, en ég ætlar bara að gleypa í mig sýklalyf og þá verður vonandi allt gott hjá mér og ég reyni að skemmta mér í ferðinni.

Ég kannski blogga í ferðinni ef ég kemst í tölvu og leyfi ykkur að fylgjast með.
Elskurnar mínar farið endilega varlega hvar sem þið eruð, ég kveð í kvöld og bið góða nótt kveðja til ykkar Birta Whistling


Frábær frétt

Jæja það var mikið en þó á eftir að samþykkja þetta hjá Evrópuþinginu.  En af hverju ætli farsíma fyrirtækin þurfi að hækka innlenda þjónustu á móti??  Vonandi tekur þetta ekki marga mánuði að fara í gegnum þingið þarna úti Smile
mbl.is Samkomulag um þak á verð reikisímtala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi

Jæja þrátt fyrir eril dagsins þá er mikil spenna í strákunum þ.e Gulla og Val, þeir eru að fara í óvissuferð með Dansdeild ÍR á laugardaginn LoL Eina sem þeir vita er að þeir fara í rútu og í sund en hitt kemur í ljós síðar Tounge  SPENNANDI.  Þá er bara að pakka og græja sig því Gulli og Valur ætla að skreppa í sveitina með ömmu og Afa og vera þar til á föstudaginn svo er óvissuferðin daginn eftir. Gulli er enþá að leita eftir dansdömu en er búinn að prufa dansa við tvær dömur og nú er bara að leggja hausinn í bleyti og skanna dansmarkaðinn.  Annars er bara allt gott að frétta af okkur og þvotturinn sem ég hengdi á snúrurnar í dag er þar enþá Wink  Læt þetta gott heita í kvöld, verið góð við hvort annað. Góða nótt Birta.


Sunnudagurinn eftir kosningar

Jæja eru þið ánægð með úrslit kosninganna?  Nú eru allir að tala við alla og jú Framsóknarflokkurinn sem skyldi umhverfisráðherra og formanninn eftir út af þingi þykist geta farið aftur í ríkisstjórn. Smile  Spurningin er hver var fallegasta konan á ballinu, var það Ingibjörg Sólrún eða Þorgerður Katrín?  Og svo er stóra spurningin, hvað á að gera við þessa útstrikunar gaura Árna Johnsen og Björn Bjarnason ef satt er að 20% og 30% kjósenda hafi strikað yfir nöfn þeirra, eiga þeir þá ekki bara að sitja heima, Björn að fara skrifa eitthvað í sveitinni sinni og Árni að semja meira?? Segjum þetta gott um pólitík núna,

Vitið þið hvað?  Í kvöld þegar hann Valur minn var að sækja símann fyrir mig inn í eldhús var honum starsýnt út um eldhúsgluggann, en þar eru við með útisnúrur til að hengja út þvottinn, þar var kona að taka fötin af snúrunni og setja í poka Angry sá ég svo bara undir iljarnar á honum Vali mínum út í garð og hundarnir á eftir, hlupu þeir konuna uppi og náðum henni og fötunum sem voru á snúrunni, kom svo í ljós að þessi kona var íbúi að sambýli hérna í hverfinu er heyrnalaus og með einhver þroskafrávik sem ég kann ekki skil á....En síðan kom kona sem var með viðkomandi og skýrði út fyrir okkur og þakkaði okkur fyrir að bregðast svona vel við þessu þ,e. Það var ekki annað hægt vegna þess að gerandinn var ekki með þroska til að takast á við gjörðir sínar og svo setti maður sig í spor fylgdarmannsins HVAÐ MYNDI ÉG GERA  ? En allt fór vel að lokum.

kveð ég að sinni og bið ykkur að passa þvottinn sem er úti á snúru. Wink Góða nótt kv Birta

 


Þessi fallegi dagur.....

11. Mai 2007

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið fallegur dagur í dag. Ég fór við jarðaför í dag það var kunningja kona mín hún Guðbjörg og hennar fjölskylda að kveðja yndislega drenginn sinn hann Magnús Óla en hann kvaddi þetta jarðvistarlíf þann 2. mai sl. Blessuð sé minning hans og votta ég Guðbjörgu og hennar stórfjölskyldu samúðar á þessum fallega degi en sorglegum.

Þegar heim var komið fór ég í þvottavéla viðgerðir þ.e eitthvað að dælunni í vélinni Frown þannig að ég byrjaði á því að ríma þvottahúsið svo hægt væri að athafna sig við þvottavélaviðgerðir, allt gékk þetta vonum framar dælan komin úr og ekkert fannst Blush þá var málið að taka sér smá pásu en ég nennti ekki að standa upp og sat því kyrr við þvottavélina og horfði yfir allt Devil setti allt saman og skoðaði betur Oooog vitið hvað?'' ég sá glitta í títuprjón Angry en hann fann ég þar sem hægt er að losa vatnið af vélinni, Smile Ég varð mjög ánægð yfir því að vélinn virkað sem skyldi þegar ég var búinn að koma þessu heim og saman.  Ég bið ykkur á hlutum sem leynast í vösum og svo ekki síst þegar maður er búinn að vera síkka buxur og gleyma einum títiprjón í faldinum sem varð svo valdur á að þvottavélinn virkaði ekki í dag. 

Ég bið ykkur að hugsa vel útí það hvað þið ætlið að kjósa,

eigið góðan dag (laugardag)   Birta


Evróvisjón HVAÐ ?

Crying Nú finnst mér að við Íslendingar eigum að hætta að taka þátt í Eurovision keppninni Blush 

Undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva lauk nú fyrir stundu og Eiríkur Hauksson var ekki meðal þeirra sem komst áfram í aðalkeppnina með lagið sitt Valentine Lost. Eiríkur var 5. á svið og þótti honum takast vel upp en Sjónvarpið var með beina útsendingu frá keppninni í kvöld.

Löndin sem komust áfram í aðalkeppnina eru:Hvíta Rússland
Makedónía
Slóvenía
Ungverjaland
Georgía
Lettland
Serbía
Búlgaría
Tyrkland
Moldóvía

 Hvað finnst ykkur um þetta? Og meirihlutinn er ekki einu sinni í evrópu.

Nú finnst þetta fór svona þá er bara að einbeita sér að kostningunum næstu helgi.

kveðja frá Birtu sem er ekki glöð með evróvisjón Crying


Öðruvísi dagur

Á meðan gróðurinn er að vakna úr vetradvalanum og bros færist yfir andlit landans þá er það svo yndislegt að sjá hvað allt fólk er miklu léttara í lundafari. Smile Maður tekur eftir því að fólkið er farið að huga að fellhýsum, húsbílum og hjólhýsum þ.e.a.s taka úr geymslu og viðra gripina. Það er nú ekki langt í fyrstu ferðahelgina hjá landanum þ.e Hvítasunnuna sem er í endan mai.

 Út í annað málefni Wink Hann Gulli minn er að leita sér að dansdömu eftir 6. ára danssamband hjá honum Gulla mínum og dansdömu hans Ólöfu Rún, en þau dönsuðu í flokki unglingar IK í síðustu keppni Tounge Og nú er bara komin sá tími sem þau bæði eru farin að þrá breytingu og ákváðu að taka þessa ákvörðun að hætta dansa saman en allt í góðu milli þeirra og þau eru góðir vinir Smile sem er jú mikilvægast í þessu öllu saman. Og við höldum leitinni að góðri dansdömu  fyrir hann Gulla áfram Happy Ef þið vitið um góða dansdömu handa Gulla þá er hann ca 155 cm.

Minn elskulegi eiginmaður liggur nú í flensu og við sem héldum að við værum sloppin við þessa pestir, Blush  en það er greynilega ekki og Valur minn verður MJÖG sjaldan veikur. Nú er komið að mér að hjúkra honum en hann ekki mér InLove Jæja ég ætla ekki að hafa þessa færslu lengri í dag, ég bið ykkur að fara varlega og verið góð við hvort annað því lífið er dýrmætt.

 


Fyrsta færslan mín

Jæja nú er komið að því...Wink ég er byrjuð að blogga Grin. jæja en hvað með það, ég verð nú að vera eins og hinir er það ekki ?. Með þessu bloggi mínu ætla ég að leyfa ykkur og fjölskylduvinum að fylgjast með mér/okkur.

InLove Nú fer að stittast í það að ég og Valur minn förum til Ítalíu Heart rómantíkin í fyrirrúmi Grin

jæja ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni og bið ykkur sem eru þarna úti að fara varleg

kveðjur


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband